Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 10:17 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Prag í gær. AP/Petr David Josek Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins.
Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira