Sýknaður af ákæru fyrir að nauðga unglingsstúlku Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 12:27 Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins eftir að hafa verið ákærður fyrir að nauðga stúlku á unglingsaldri. Minnisleysi stúlkunnar var helsta ástæða sýknunnar. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira