Horfðu á kynningu Apple: Opinbera iPhone 14 Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2022 16:20 Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“. Forsvarsmenn tæknirisans Apple ætla að kynna iPhone 14 á árlegri kynningu fyrirtækisins í dag. Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“ en starfsmenn Apple hafa varist allra fregna af því hvað til stendur að kynna í dag, auk nýs síma. Það eina sem búið er að gera er að senda dularfullt boð á blaðamenn og aðra en það er með mynd af næturhimni og merki Apple. Samkvæmt frétt CNet eru uppi vangaveltur um að boðskortið segi til um að iPhone 14 muni vera með bættri myndavél eða það að orðrómur um að hægt verði að hringja neyðarsímtöl í gegnum gervihnetti sé sannur. Far out. September 7. #AppleEvent pic.twitter.com/bw5Lxf3eQ9— Greg Joswiak (@gregjoz) August 24, 2022 Blaðamenn búast þó við því að nýtt snjallúr, Apple Watch Series 8 verði kynnt í dag. Þar að auki standi líklega til að kynna ný heyrnartól, eða AirPods Pro. Sú lína hefur ekki verið uppfærð frá 2019 og eins og segir í orðróma-yfirliti TechCrunch þá eru þrjú ár heil eilífð í heimi heyrnartóla. Þá eru einnig uppi vangaveltur um að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu og jafnvel sýndar-/viðbótarraunveruleikagleraugu. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni hér að neðan. Hún hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Apple Tækni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það eina sem búið er að gera er að senda dularfullt boð á blaðamenn og aðra en það er með mynd af næturhimni og merki Apple. Samkvæmt frétt CNet eru uppi vangaveltur um að boðskortið segi til um að iPhone 14 muni vera með bættri myndavél eða það að orðrómur um að hægt verði að hringja neyðarsímtöl í gegnum gervihnetti sé sannur. Far out. September 7. #AppleEvent pic.twitter.com/bw5Lxf3eQ9— Greg Joswiak (@gregjoz) August 24, 2022 Blaðamenn búast þó við því að nýtt snjallúr, Apple Watch Series 8 verði kynnt í dag. Þar að auki standi líklega til að kynna ný heyrnartól, eða AirPods Pro. Sú lína hefur ekki verið uppfærð frá 2019 og eins og segir í orðróma-yfirliti TechCrunch þá eru þrjú ár heil eilífð í heimi heyrnartóla. Þá eru einnig uppi vangaveltur um að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu og jafnvel sýndar-/viðbótarraunveruleikagleraugu. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni hér að neðan. Hún hefst klukkan fimm að íslenskum tíma.
Apple Tækni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira