Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2022 13:12 Þremur ferðamönnum dauðbrá þegar stærðarinnar skjálfti reið yfir við Grímsey. Facebook/Gistiheimilið Básar Grímsey Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. „Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36
Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15