Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís Dagný Aradóttir Pind skrifar 9. september 2022 08:01 Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun