Látum ekki deigan síga í baráttunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. september 2022 10:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun