Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 23:13 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45
Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52