Eldgosið í Fagradalsfjalli frábrugðið öðrum eldgosum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 20:37 Eldgosinu í Fagradalsfjalli í Geldingadölum lauk formlega hinn 18. desember 2021. Vísir/Vilhelm Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira