Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 19. september 2022 08:00 Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun