Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Ingvar sé með B.A. próf frá lagadeild Háskóla Íslands, lauk þar meistaraprófi í lögfræði árið 2018 og fékk réttindi fyrir héraðsdómi árið 2019.
Ingvar var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 2014-2016, var fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu 2016-2019 og hjá Íslensku lögfræðistofunni frá árinu 2019. Á þessu ári settist hann í stjórn Ríkisútvarpsins ohf.
Ingvar var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík árin 2013-2015 og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2017-2019.
Ingvar mun starfa við hlið Brynjars Níelssonar sem fyrir er aðstoðarmaður Jóns.