Hafa stjórnvöld brugðist þolendum áreitni og ofbeldis á vinnustöðum? Dagný Aradóttir Pind skrifar 21. september 2022 11:00 Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda. Viðbrögð stjórnvalda hingað til Stjórnvöld hafa skipað tvo starfshópa síðan #metoo byltingin hófst. Fyrri hópurinn lét gera rannsókn á eðli og umfangi einelti, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldi og aðgerðum atvinnurekenda. Seinni hópurinn átti að einbeita sér að því að gripið yrði til aðgerða á vinnumarkaði til að tryggja öryggi kvenna og annarra hópa sem verða fyrir einelti, áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Vinna hópsins dróst verulega, en í júní 2021 var skýrslu og aðgerðaráætlun loksins skilað. Meginaðgerðin felst í að Vinnueftirlit ríkisins setji á stofn vefsíðu þar sem efni um einelti, áreitni og ofbeldi er gert aðgengilegt. Einnig á að gera aðra rannsókn árið 2023. Í þessi tvö verkefni voru settar 71,2 milljónir króna. Þess má geta að heildarfjárframlög til Vinnueftirlitsins fyrir árið 2023 er rúmur 1,1 milljarður. BSRB átti aðkomu að báðum þessum starfshópum, en það er engu að síður mat bandalagsins að þessar aðgerðir séu alls ekki nægilega afgerandi eða líklegar til þess að bæta vinnuumhverfi kvenna og vinnumenningu svo nokkru nemi. Ábyrgð stjórnvalda Íslensk stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því að vinnuumhverfi sé öruggt fyrir okkur öll. Lagaramminn er settur á Alþingi og reglugerðir af ráðherrum. Stjórnvöld bera líka ábyrgð á pólitískri stefnumótun og stofnanaumgjörð. Ég leyfi mér að segja það bara hreint út að stofnanaumgjörðin og laga- og reglugerðarumhverfið í þessum málaflokki er langt frá því að vera fullnægjandi. Málaflokkurinn skiptist á tvö ráðuneyti og fjallað er um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu í tveimur lagabálkum. Annars vegar í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlög), sem heyra undir félagsmálaráðherra, og hins vegar í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (kynjajafnréttislög), sem heyra undir forsætisráðherra. Til viðbótar eru svo þrjár stofnanir, fyrir utan dómstóla, sem hafa með þessi mál að gera. Vinnueftirlitið, Jafnréttisstofa og Kærunefnd jafnréttismála. Vinnueftirlitið hefur ekki úrskurðarvald, en getur leiðbeint vinnustöðum um hvernig gera á áhættumat og búa til viðbragðsáætlanir og verkferla. Fjölda mála er varða áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu hjá Kærunefnd jafnréttismála má telja á fingrum annarrar handar og hlutverk Jafnréttisstofu er frekar almenns eðlis, snýr að mestu að fræðslu. Alþjóðlegar skuldbindingar og misræmi í reglugerð og lögum Á stjórnvöldum hvíla nú þegar skyldur í gegnum EES samninginn. Bæði kynjajafnréttislögin og vinnuverndarlögin byggja að stórum hluta á evrópskum reglum sem okkur er gert að innleiða. Kynjajafnréttislögin voru endurskoðuð árið 2020. Þá var skilgreiningum um kynferðislega og kynbundna áreitni breytt þannig að ekki var lengur skilyrði að hegðun geranda væri í óþökk þess sem fyrir henni verður, sem er enda afar matskennt og gerði þolendur ábyrga fyrir að bregðast með skýrum hætti við áreitni og ofbeldi. Þetta er í annað skipti sem skilgreiningum á þessum hugtökum er breytt, í bæði skiptin vegna þess að þær voru ekki í samræmi við Evrópureglur sem Ísland hefur undirgengist. Í reglugerðinni sem fjallar um viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi og sett er á grundvelli vinnuverndarlaga er enn stuðst við gömlu skilgreiningarnar. Ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum um hvort eða hvenær eigi að samræma þetta tvennt. Þá má setja spurningarmerki við hvort Ísland hafi fullnægt öðrum skyldum sínum samkvæmt EES rétti, til dæmis þegar kemur að úrræðum fyrir þolendur áreitni og ofbeldis á vinnustöðum. ILO samþykkt um áreitni og ofbeldi Á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 2019 var samþykkt tilskipun um aðgerðir gegn áreitni og ofbeldi í heimi vinnunnar. Samþykktin markar tímamót því þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn um málið. Þáverandi félagsmálaráðherra tilkynnti strax nokkrum vikum eftir þingið að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríkið til að fullgilda samþykktina. Málið var sett í samráðsgátt stjórnvalda í október 2019 og allar umsagnir voru jákvæðar. Síðan þá hefur lítið sem ekkert heyrst af málinu frá ráðuneytinu og BSRB veit ekki til þess að raunveruleg vinna við fullgildingu og innleiðingu sé hafin. Stjórnvöld verða að bregðast við Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er faraldur í vinnuumhverfinu. Stjórnvöld verða að sýna raunverulegan vilja til þess að taka á málaflokknum. Er eðlilegt að láta þolendur leita sér ráðgjafar og úrræða á fleiri en einum stað og að þessi kerfi og stofnanir tali ekki eða illa saman? Er eðlilegt að ef atvinnurekandi tekur ekki rétt á málum að eina leiðin sé í gegnum kærunefnd eða dómstóla? Við vitum vel hvað skrefin í gegnum formlegan feril í réttarkerfinu eru þung fyrir þolendur og við vitum líka að flest mál enda með því að þolendur yfirgefa vinnustaðinn. Ef þolendur þurfa að leita sér hjálpar eða meðferðar, t.d. hjá sálfræðingum, bera þau oftar en ekki kostnaðinn af því. Þannig geta fjárhagslegar afleiðingar bæst ofan á vinnutap. BSRB mun halda áfram að berjast fyrir því að stjórnvöld taki málaflokkinn alvarlega og geri þær umbætur sem nauðsynlegar eru á laga- og stofnanaumgjörð til þess að vinnuumhverfi sé öruggt fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Vinnustaðurinn MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda. Viðbrögð stjórnvalda hingað til Stjórnvöld hafa skipað tvo starfshópa síðan #metoo byltingin hófst. Fyrri hópurinn lét gera rannsókn á eðli og umfangi einelti, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldi og aðgerðum atvinnurekenda. Seinni hópurinn átti að einbeita sér að því að gripið yrði til aðgerða á vinnumarkaði til að tryggja öryggi kvenna og annarra hópa sem verða fyrir einelti, áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Vinna hópsins dróst verulega, en í júní 2021 var skýrslu og aðgerðaráætlun loksins skilað. Meginaðgerðin felst í að Vinnueftirlit ríkisins setji á stofn vefsíðu þar sem efni um einelti, áreitni og ofbeldi er gert aðgengilegt. Einnig á að gera aðra rannsókn árið 2023. Í þessi tvö verkefni voru settar 71,2 milljónir króna. Þess má geta að heildarfjárframlög til Vinnueftirlitsins fyrir árið 2023 er rúmur 1,1 milljarður. BSRB átti aðkomu að báðum þessum starfshópum, en það er engu að síður mat bandalagsins að þessar aðgerðir séu alls ekki nægilega afgerandi eða líklegar til þess að bæta vinnuumhverfi kvenna og vinnumenningu svo nokkru nemi. Ábyrgð stjórnvalda Íslensk stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því að vinnuumhverfi sé öruggt fyrir okkur öll. Lagaramminn er settur á Alþingi og reglugerðir af ráðherrum. Stjórnvöld bera líka ábyrgð á pólitískri stefnumótun og stofnanaumgjörð. Ég leyfi mér að segja það bara hreint út að stofnanaumgjörðin og laga- og reglugerðarumhverfið í þessum málaflokki er langt frá því að vera fullnægjandi. Málaflokkurinn skiptist á tvö ráðuneyti og fjallað er um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu í tveimur lagabálkum. Annars vegar í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlög), sem heyra undir félagsmálaráðherra, og hins vegar í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (kynjajafnréttislög), sem heyra undir forsætisráðherra. Til viðbótar eru svo þrjár stofnanir, fyrir utan dómstóla, sem hafa með þessi mál að gera. Vinnueftirlitið, Jafnréttisstofa og Kærunefnd jafnréttismála. Vinnueftirlitið hefur ekki úrskurðarvald, en getur leiðbeint vinnustöðum um hvernig gera á áhættumat og búa til viðbragðsáætlanir og verkferla. Fjölda mála er varða áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu hjá Kærunefnd jafnréttismála má telja á fingrum annarrar handar og hlutverk Jafnréttisstofu er frekar almenns eðlis, snýr að mestu að fræðslu. Alþjóðlegar skuldbindingar og misræmi í reglugerð og lögum Á stjórnvöldum hvíla nú þegar skyldur í gegnum EES samninginn. Bæði kynjajafnréttislögin og vinnuverndarlögin byggja að stórum hluta á evrópskum reglum sem okkur er gert að innleiða. Kynjajafnréttislögin voru endurskoðuð árið 2020. Þá var skilgreiningum um kynferðislega og kynbundna áreitni breytt þannig að ekki var lengur skilyrði að hegðun geranda væri í óþökk þess sem fyrir henni verður, sem er enda afar matskennt og gerði þolendur ábyrga fyrir að bregðast með skýrum hætti við áreitni og ofbeldi. Þetta er í annað skipti sem skilgreiningum á þessum hugtökum er breytt, í bæði skiptin vegna þess að þær voru ekki í samræmi við Evrópureglur sem Ísland hefur undirgengist. Í reglugerðinni sem fjallar um viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi og sett er á grundvelli vinnuverndarlaga er enn stuðst við gömlu skilgreiningarnar. Ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum um hvort eða hvenær eigi að samræma þetta tvennt. Þá má setja spurningarmerki við hvort Ísland hafi fullnægt öðrum skyldum sínum samkvæmt EES rétti, til dæmis þegar kemur að úrræðum fyrir þolendur áreitni og ofbeldis á vinnustöðum. ILO samþykkt um áreitni og ofbeldi Á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 2019 var samþykkt tilskipun um aðgerðir gegn áreitni og ofbeldi í heimi vinnunnar. Samþykktin markar tímamót því þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn um málið. Þáverandi félagsmálaráðherra tilkynnti strax nokkrum vikum eftir þingið að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríkið til að fullgilda samþykktina. Málið var sett í samráðsgátt stjórnvalda í október 2019 og allar umsagnir voru jákvæðar. Síðan þá hefur lítið sem ekkert heyrst af málinu frá ráðuneytinu og BSRB veit ekki til þess að raunveruleg vinna við fullgildingu og innleiðingu sé hafin. Stjórnvöld verða að bregðast við Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er faraldur í vinnuumhverfinu. Stjórnvöld verða að sýna raunverulegan vilja til þess að taka á málaflokknum. Er eðlilegt að láta þolendur leita sér ráðgjafar og úrræða á fleiri en einum stað og að þessi kerfi og stofnanir tali ekki eða illa saman? Er eðlilegt að ef atvinnurekandi tekur ekki rétt á málum að eina leiðin sé í gegnum kærunefnd eða dómstóla? Við vitum vel hvað skrefin í gegnum formlegan feril í réttarkerfinu eru þung fyrir þolendur og við vitum líka að flest mál enda með því að þolendur yfirgefa vinnustaðinn. Ef þolendur þurfa að leita sér hjálpar eða meðferðar, t.d. hjá sálfræðingum, bera þau oftar en ekki kostnaðinn af því. Þannig geta fjárhagslegar afleiðingar bæst ofan á vinnutap. BSRB mun halda áfram að berjast fyrir því að stjórnvöld taki málaflokkinn alvarlega og geri þær umbætur sem nauðsynlegar eru á laga- og stofnanaumgjörð til þess að vinnuumhverfi sé öruggt fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar