Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun