Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. september 2022 16:51 Framleiðsla á iPhone 14 verði færð til Indlands. Getty/Future Publishing Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira