Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Hildur Inga Magnadóttir skrifar 28. september 2022 09:30 Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun