Perlur íslenskrar myndlistar sýndar í miðri vélsmiðju Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 1. október 2022 12:28 Halldór Lárusson er stjórnarformaður Héðins hf. og barna-barna-barnabarn stofnandans. Stöð 2 Einstæð listasýning verður í dag opnuð í aðeins fjórar klukkustundir á óhefðbundnum stað á í vélsmiðju í miðju iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur. Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur.
Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira