Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Snorri Másson skrifar 4. október 2022 07:17 Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar
NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira