„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 09:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur