Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 13:50 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Embætti ríkissaksóknara telur að ný gögn séu komin fram í nauðgunarmáli frá árinu 2020 sem lögregla hafði vísað frá. Héraðsdómari hafði fallist á kröfu ákærða um að málinu skuli endanlega vísað frá vegna annmarka á málsmeðferð. vísir/vilhelm Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni. Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira