Ten Hag vonast til að markið opni flóðgáttir hjá Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 15:31 Cristiano Ronaldo fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Everton á Goodison Park í gær en með honum er Marcus Rashford. AP/Jon Super Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast eftir því að Cristiano Ronaldo sé kominn í gang eftir að sjö hundraðasta mark hans fyrir félagslið tryggði United 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo kom inn á sem varamaður á Goodison Park í gær og skoraði sigurmarkið sem var aðeins hans annað mark á tímabilinu. Hinn 37 ára gamli framherji hefur ekki fengið að spila mikið á leiktíðinni en minnti vel á sig í gær. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ten Hag vitnaði óbeint í hina frægu tómatsósu kenningu þegar hann ræddi Ronaldo eftir leikinn. „Allir leikmenn þurfa á sjálfstrausti að halda jafnvel þó þú sért sá besti í heimi þá þarftu á mörkum að halda. Um leið og það detta inn mörk þá verður allt auðveldara og þau geta farið að flæða inn,“ sagði Erik ten Hag. „Það er virkilega aðdáunarvert hjá honum að ná að skora sjö hundruð mörk. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og óska honum til hamingju með þetta stóra afrek. Ég er líka ánægður að þetta sé hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Ég er viss um að hann skori fleiri mörk,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) c United komst upp í fimmta sætið með sigrinum í gær og liðið er núna aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti. „Gagnrýni er eðlileg ekki síst þegar þú tapar stórum leik eins og nágrannaslag. Við urðum bara að glíma við það, læra af því og það gerðum við. Strax á fimmtudaginn og einnig í dag,“ sagði Ten Hag. „Fyrstu 35 mínúturnar voru góðar hjá okkur, bæði með og án boltans. Við fengum bakslag með því að fá á okkur markið en við brugðumst vel við því að snérum því við fyrir hálfleik sem var virkilega gott,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Ronaldo kom inn á sem varamaður á Goodison Park í gær og skoraði sigurmarkið sem var aðeins hans annað mark á tímabilinu. Hinn 37 ára gamli framherji hefur ekki fengið að spila mikið á leiktíðinni en minnti vel á sig í gær. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ten Hag vitnaði óbeint í hina frægu tómatsósu kenningu þegar hann ræddi Ronaldo eftir leikinn. „Allir leikmenn þurfa á sjálfstrausti að halda jafnvel þó þú sért sá besti í heimi þá þarftu á mörkum að halda. Um leið og það detta inn mörk þá verður allt auðveldara og þau geta farið að flæða inn,“ sagði Erik ten Hag. „Það er virkilega aðdáunarvert hjá honum að ná að skora sjö hundruð mörk. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og óska honum til hamingju með þetta stóra afrek. Ég er líka ánægður að þetta sé hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Ég er viss um að hann skori fleiri mörk,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) c United komst upp í fimmta sætið með sigrinum í gær og liðið er núna aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti. „Gagnrýni er eðlileg ekki síst þegar þú tapar stórum leik eins og nágrannaslag. Við urðum bara að glíma við það, læra af því og það gerðum við. Strax á fimmtudaginn og einnig í dag,“ sagði Ten Hag. „Fyrstu 35 mínúturnar voru góðar hjá okkur, bæði með og án boltans. Við fengum bakslag með því að fá á okkur markið en við brugðumst vel við því að snérum því við fyrir hálfleik sem var virkilega gott,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira