Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 23:00 Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. „Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra: Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:
Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira