Tryggjum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Steinunn Bergmann skrifar 14. október 2022 14:30 Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun