Um fjölmiðla og einkamál Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 16. október 2022 18:01 Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar