Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2022 11:42 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að skiptar skoðanir starfsfólks stofnananna breytist ekki við sameiningu. En heilbrigð umræða og skoðanaskipti séu af því góða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“ Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“
Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24