Prófa sig áfram með þriggja dómara kerfi á HM félagsliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 14:01 Fá Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson þriðja hjólið undir dómaravagninn sinn í framtíðinni? vísir/hulda margrét Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er að prófa sig áfram með nýjungar í dómgæslu á heimsmeistaramóti félagsliða í Sádí-Arabíu. HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu. Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjá meira
HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu.
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjá meira