Hvað ef ég skaða barnið mitt? Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 19. október 2022 18:01 Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun