Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 18:30 Páll Örn Líndal lenti á vegg þegar gróft kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn rifjaðist skyndilega upp fyrir honum. Hann hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að þar sem brotin eru fyrnd. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að það að kalla fólk í yfirheyrslur geti haft fælandi áhrif á afbrotahegðun. vísir/egill Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Páll Örn Líndal er 55 ára farsæll fjölskyldumaður í góðu starfi. Hann lenti á vegg fyrir tveimur árum þegar gríðarlega sár reynsla úr æsku rifjaðist skyndilega upp fyrir honum í vinnuferð út á landi. Þar barst talið að tveimur börnum sem höfðu verið misnotuð af karlmanni í sveitinni. „Það rifjast þarna upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég er misnotaður af sama aðila.Það opnaðist einhver stór hurð og það flæddi yfir sem hann hafði gert við mig þegar ég var níu ára til þrettán ára,“ segir Páll. Páll segist grafið brotin djúpt niður í sálarkimanum í 40 ár. Hann nefnir einkum þrennt sem hafi gert það að verkum. „Skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma,“ segir hann. Frétt Stöðvar 2: Endaði í veikindafríi Páll segir að þarna hafi tekið við gríðarlega erfitt tímabil sem endaði með því að hann tók sér sex mánaða veikindafrí. Hann ákvað að kæra málið en niðurstaðan er að málið er fyrnt. Auk þess sem meintur gerandi var sjálfur á aldrinum 11-15 ára þegar brotin áttu sér stað og því barn. Tvær aðrar konur kærðu líka á svipuðum tíma meintan geranda fyrir kynferðisbrot gagnvart sér þegar þær voru börn en brotin stóðu einnig yfir í langan tíma, en hann var þá orðinn fullorðinn. Þau mál eru líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi hafi ekki sætt neinni ábyrgð. „Hann er mjög veikur og hættulegur og þarf á aðstoð að halda. Þá þarf hann að bera ábyrgð á sínum brotum,“ segir Páll. Hann segir hins vegar að það hafi verið léttir að kæra. „Ég er að skila skömminni og ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja málið eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila skömminni og létta á sálinni. Þetta er ekki eitthvað sem fer bara þó maður reyni að bæla þetta niður eins og sést svo glögglega í mínu tilfelli,“ segir hann. Páll hvetur þolendur til að kæra brotin og skila þannig skömminni.vísir/egill Segir skýrslutöku hjá lögreglu geta haft fælandi áhrif Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að almennt gildi að það að vera kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meints brots og það geti fælt fólk frá því að brjóta áfram af sér. Í tilfelli Páls var meintur gerandi kallaður í skýrslutöku en það var hins vegar ekki gert í tilvik kvennanna sem kærðu sama mann. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti það að kæra brot haft mikinn létti í för með sér fyrir þolendur ofbeldis. Vísir/Bjarni „Mín reynsla er sú að það að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu hreyfi við fólki. Kallar fram tilfinningar og þessar tilfinningar hjá meintum gerendum um að þeir breyta afbrotahegðun þ.e. ef þeir hafa sýnt af sér slíka hegðun. Það kallar fram sterkar tilfinningar og fólk fer frekar að líta í eigin barm,“ segir hann. Ómar segir líka mikilvægt að þolendur kæri og það jafnvel þó að brot séu fyrnd. Fyrir þá sem hafa þá orðið fyrir brotinu þá er það mikilvægt að það sé skráð og getur haft í för með sér mikinn létti,“ segir hann. Viðtalið við Pál Örn Líndal verður sýnt í Íslandi í dag mánudagskvöldið 24. október. Þar verður einnig fjallað um bældar minningar og áfallavinnu. Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira
Páll Örn Líndal er 55 ára farsæll fjölskyldumaður í góðu starfi. Hann lenti á vegg fyrir tveimur árum þegar gríðarlega sár reynsla úr æsku rifjaðist skyndilega upp fyrir honum í vinnuferð út á landi. Þar barst talið að tveimur börnum sem höfðu verið misnotuð af karlmanni í sveitinni. „Það rifjast þarna upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég er misnotaður af sama aðila.Það opnaðist einhver stór hurð og það flæddi yfir sem hann hafði gert við mig þegar ég var níu ára til þrettán ára,“ segir Páll. Páll segist grafið brotin djúpt niður í sálarkimanum í 40 ár. Hann nefnir einkum þrennt sem hafi gert það að verkum. „Skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma,“ segir hann. Frétt Stöðvar 2: Endaði í veikindafríi Páll segir að þarna hafi tekið við gríðarlega erfitt tímabil sem endaði með því að hann tók sér sex mánaða veikindafrí. Hann ákvað að kæra málið en niðurstaðan er að málið er fyrnt. Auk þess sem meintur gerandi var sjálfur á aldrinum 11-15 ára þegar brotin áttu sér stað og því barn. Tvær aðrar konur kærðu líka á svipuðum tíma meintan geranda fyrir kynferðisbrot gagnvart sér þegar þær voru börn en brotin stóðu einnig yfir í langan tíma, en hann var þá orðinn fullorðinn. Þau mál eru líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi hafi ekki sætt neinni ábyrgð. „Hann er mjög veikur og hættulegur og þarf á aðstoð að halda. Þá þarf hann að bera ábyrgð á sínum brotum,“ segir Páll. Hann segir hins vegar að það hafi verið léttir að kæra. „Ég er að skila skömminni og ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja málið eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila skömminni og létta á sálinni. Þetta er ekki eitthvað sem fer bara þó maður reyni að bæla þetta niður eins og sést svo glögglega í mínu tilfelli,“ segir hann. Páll hvetur þolendur til að kæra brotin og skila þannig skömminni.vísir/egill Segir skýrslutöku hjá lögreglu geta haft fælandi áhrif Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að almennt gildi að það að vera kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meints brots og það geti fælt fólk frá því að brjóta áfram af sér. Í tilfelli Páls var meintur gerandi kallaður í skýrslutöku en það var hins vegar ekki gert í tilvik kvennanna sem kærðu sama mann. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti það að kæra brot haft mikinn létti í för með sér fyrir þolendur ofbeldis. Vísir/Bjarni „Mín reynsla er sú að það að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu hreyfi við fólki. Kallar fram tilfinningar og þessar tilfinningar hjá meintum gerendum um að þeir breyta afbrotahegðun þ.e. ef þeir hafa sýnt af sér slíka hegðun. Það kallar fram sterkar tilfinningar og fólk fer frekar að líta í eigin barm,“ segir hann. Ómar segir líka mikilvægt að þolendur kæri og það jafnvel þó að brot séu fyrnd. Fyrir þá sem hafa þá orðið fyrir brotinu þá er það mikilvægt að það sé skráð og getur haft í för með sér mikinn létti,“ segir hann. Viðtalið við Pál Örn Líndal verður sýnt í Íslandi í dag mánudagskvöldið 24. október. Þar verður einnig fjallað um bældar minningar og áfallavinnu. Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is.
Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira