Að fá fyrir ferðina Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 08:32 Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun