Á fimmtudeginum spilaði tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, betur þekkt sem JFDR, fyrir gesti verslunarinnar. Á föstudagskvöldið spilaði hljómsveitin Cyber fyrir troðfullu húsi. Þá höfðu áhorfendur einnig komið sér fyrir fyrir framan búðargluggann, svo mikil var aðsóknin.
Á laugardeginum var það DJ Dóra Júlía sem hélt uppi stuðinu. Mikil stemning ríkti í búðinni þrátt fyrir að margir hafi verið þriðja degi Airwaves gleðinnar.
Línan Hidden People er innblásin af huldufólki og litum og áferð íslenskrar náttúru. Hildur hannaði línuna í miðjum heimsfaraldri þegar allir voru að ferðast innanlands og spá meira í nærumhverfinu, íslenskri náttúru og þjóðsögum.
Sjá einnig: Glysgirni huldufólks veitti Hildi Yeoman innblástur









