„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 18:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segja fjármálaráðherra hafa borið ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á bankasölunni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11