Börnin okkar og ábyrgð RÚV! Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir skrifa 16. nóvember 2022 08:01 Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant. Hvergi í þættinum er rætt við fagaðila sem framkvæma greiningar eða taka ákvörðun um lyfjameðferð, heldur byggt á samtölum við ýmsa aðila sem flest virðast eiga það sameiginlegt að telja greiningar rót alls ills. Greining séu „bara útlistun á þínum takmörkum,“ skilaboð til barns séu röng og verið sé að stimpla það. Orðræða af þessu tagi sýnir fátt annað en vanþekkingu viðmælenda á framkvæmd og tilgangi greininga. Greining á vanda sem upp er kominn hjá barni felst í yfirgripsmikilli skoðun á þroska-, heilsu- og félagslegum bakgrunni barnsins, þróun og umfangi vandans, svo og ítarlegri kortlaggningu á styrkleikum barnsins og veikleikum þess. Niðurstöður greiningar gefa leiðbeiningu um hvaða meðferðir eða önnur úrræði séu líklegust til að skila árangri. Jafnframt á niðurstaða að minnka líkur á að gripið sé til gagnslausra úrræða. Ef einhver telur þetta vera stimplun og röng skilaboð til barns, þá þarf viðkomandi kannski fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að byggja ákvarðanir á þekkingu á aldrei að vera neikvæð staða. Um þverbak keyrir þó þegar fjallað er um lyf. Þar nota viðmælendur orð á borð við „ofvirknislyf,“ eins og ADHD lyfjameðferð snúi eingöngu að líkamlegri ofvirkni, sem fer fjarri. Í annan stað er fullyrt að ADHD lyf eigi að „draga úr t.d. hvatvísi — dempar þig,“ sem klárlega staðfestir að viðmælandi hefur engan skilning á út á hvað ADHD gengur né virkni ADHD lyfja. Ítrekað er minnst á lyf vegna kvíða og þunglyndis, en hvergi tæpt á þeim möguleika að skortur á greiningu geti leitt til rangrar lyfjameðferðar, til dæmis þegar einkenni þunglyndis og/eða kvíða séu í raun merki um ógreint ADHD, einhverfu eða annað sem í raun er undirliggjandi ástæða. Þáttagerðarfólk undirbyggir þessar ranghugmyndir svo með ítrekaðri notkun á nærmyndyndum af marglitum lyfjahylkjum sem flæða um eins og sælgæti. Þetta er gamalt og ódýrt trix í sjónvarpsþáttagerð – iðulega notað til að vekja neikvæð hughrif hjá áhorfendum – það er hreinlega spurning hvort RÚV sæmi slík vinnubrögð. Hermundur kemur svo fram í einhvers lags vísindahorni, vitnar til kenninga Gilbert Gottlieb um stöðugt samspil þroski, vaxtar, reynslu og náms. Jafnframt að þroski einstaklings sé samspil erfða, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Ég enga ástæðu til að draga þetta í efa, enda vel þekkt að t.d. ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD – þar með talið viðbrögð innan skólakerfisins – hefur mikil áhrif á andlegan og félagslegan þroska barns. Því miður kýs Hermundur og hans samstarfsfólk að hunsa þessa hlið með öllu. Þess í stað spyr þáttaferðarfólk hvort lyf séu alltaf lausnin og ýjar þess í stað að því að „regluleg og góð hreyfing og hreint matarræði [geti] t.d. breytt ýmsu til hins betra.“ Eða eins og einn viðmælandi segir, að „[…] mæta bara [barni] með virðingu og ást …!“ Hvað ADHD varðar þá er hreyfing vissulega eitt lykilatriða – og reyndar gildir það um alla, börn og fullorðna, rétt eins og kemur skýrt fram í fimmta þætti sem frumsýndur var viku síðar. En hvað er átt við með „hreinu“ mataræði og hvers vegna telst sjálfsögð ‘virðing og ást’ sem einhver töfralausn. Það sem okkur fannst kannski undarlegast er að í seinni hluta þáttar bentu viðmælendur á ýmsa þætti sem vissulega útskýra hvar hinn raunverulegu vandi liggur. Í mistökum við framkvæmd og skort á fjármagni. En á síðustu metrunum drukknar sú umfjöllun í fabúleringum um lyf og fallegri dæmisögu um mann í frakka, sem túlka má á ólíkan máta. Fyrir hönd ADHD samtakanna viljum við árétta að niðurstöður fjölda rannsókna staðfesta gagnsemi og mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD. Ómálefnaleg umfjöllun og framsetning efnis sem er til þess fallið að ala á fordómum í garð greininga, meðferðar og notkunar lyfja fyrir fólk með ADHD, líkt og gert var í þessum þætti á RÚV er afar skaðleg og í fullkominni andstöðu við niðurstöður rannsókna. Greiningar, meðferð og lyf bjarga lífum! Þáttaröðin er framleidd fyrir RÚV, undir dagskrárstjórn Skarphéðins Guðmundssonar og liggur því beinast við að spyrja dagskrárstjóra RÚV hvort efnistök og framsetning í þessum þætti samræmist gæðakröfum þessarar mikilvægu menningarstofnunar, sem Ríkisútvarpið sannanlega er? Fyrir hönd ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir, formaður og varaformaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ríkisútvarpið Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant. Hvergi í þættinum er rætt við fagaðila sem framkvæma greiningar eða taka ákvörðun um lyfjameðferð, heldur byggt á samtölum við ýmsa aðila sem flest virðast eiga það sameiginlegt að telja greiningar rót alls ills. Greining séu „bara útlistun á þínum takmörkum,“ skilaboð til barns séu röng og verið sé að stimpla það. Orðræða af þessu tagi sýnir fátt annað en vanþekkingu viðmælenda á framkvæmd og tilgangi greininga. Greining á vanda sem upp er kominn hjá barni felst í yfirgripsmikilli skoðun á þroska-, heilsu- og félagslegum bakgrunni barnsins, þróun og umfangi vandans, svo og ítarlegri kortlaggningu á styrkleikum barnsins og veikleikum þess. Niðurstöður greiningar gefa leiðbeiningu um hvaða meðferðir eða önnur úrræði séu líklegust til að skila árangri. Jafnframt á niðurstaða að minnka líkur á að gripið sé til gagnslausra úrræða. Ef einhver telur þetta vera stimplun og röng skilaboð til barns, þá þarf viðkomandi kannski fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að byggja ákvarðanir á þekkingu á aldrei að vera neikvæð staða. Um þverbak keyrir þó þegar fjallað er um lyf. Þar nota viðmælendur orð á borð við „ofvirknislyf,“ eins og ADHD lyfjameðferð snúi eingöngu að líkamlegri ofvirkni, sem fer fjarri. Í annan stað er fullyrt að ADHD lyf eigi að „draga úr t.d. hvatvísi — dempar þig,“ sem klárlega staðfestir að viðmælandi hefur engan skilning á út á hvað ADHD gengur né virkni ADHD lyfja. Ítrekað er minnst á lyf vegna kvíða og þunglyndis, en hvergi tæpt á þeim möguleika að skortur á greiningu geti leitt til rangrar lyfjameðferðar, til dæmis þegar einkenni þunglyndis og/eða kvíða séu í raun merki um ógreint ADHD, einhverfu eða annað sem í raun er undirliggjandi ástæða. Þáttagerðarfólk undirbyggir þessar ranghugmyndir svo með ítrekaðri notkun á nærmyndyndum af marglitum lyfjahylkjum sem flæða um eins og sælgæti. Þetta er gamalt og ódýrt trix í sjónvarpsþáttagerð – iðulega notað til að vekja neikvæð hughrif hjá áhorfendum – það er hreinlega spurning hvort RÚV sæmi slík vinnubrögð. Hermundur kemur svo fram í einhvers lags vísindahorni, vitnar til kenninga Gilbert Gottlieb um stöðugt samspil þroski, vaxtar, reynslu og náms. Jafnframt að þroski einstaklings sé samspil erfða, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Ég enga ástæðu til að draga þetta í efa, enda vel þekkt að t.d. ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD – þar með talið viðbrögð innan skólakerfisins – hefur mikil áhrif á andlegan og félagslegan þroska barns. Því miður kýs Hermundur og hans samstarfsfólk að hunsa þessa hlið með öllu. Þess í stað spyr þáttaferðarfólk hvort lyf séu alltaf lausnin og ýjar þess í stað að því að „regluleg og góð hreyfing og hreint matarræði [geti] t.d. breytt ýmsu til hins betra.“ Eða eins og einn viðmælandi segir, að „[…] mæta bara [barni] með virðingu og ást …!“ Hvað ADHD varðar þá er hreyfing vissulega eitt lykilatriða – og reyndar gildir það um alla, börn og fullorðna, rétt eins og kemur skýrt fram í fimmta þætti sem frumsýndur var viku síðar. En hvað er átt við með „hreinu“ mataræði og hvers vegna telst sjálfsögð ‘virðing og ást’ sem einhver töfralausn. Það sem okkur fannst kannski undarlegast er að í seinni hluta þáttar bentu viðmælendur á ýmsa þætti sem vissulega útskýra hvar hinn raunverulegu vandi liggur. Í mistökum við framkvæmd og skort á fjármagni. En á síðustu metrunum drukknar sú umfjöllun í fabúleringum um lyf og fallegri dæmisögu um mann í frakka, sem túlka má á ólíkan máta. Fyrir hönd ADHD samtakanna viljum við árétta að niðurstöður fjölda rannsókna staðfesta gagnsemi og mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD. Ómálefnaleg umfjöllun og framsetning efnis sem er til þess fallið að ala á fordómum í garð greininga, meðferðar og notkunar lyfja fyrir fólk með ADHD, líkt og gert var í þessum þætti á RÚV er afar skaðleg og í fullkominni andstöðu við niðurstöður rannsókna. Greiningar, meðferð og lyf bjarga lífum! Þáttaröðin er framleidd fyrir RÚV, undir dagskrárstjórn Skarphéðins Guðmundssonar og liggur því beinast við að spyrja dagskrárstjóra RÚV hvort efnistök og framsetning í þessum þætti samræmist gæðakröfum þessarar mikilvægu menningarstofnunar, sem Ríkisútvarpið sannanlega er? Fyrir hönd ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir, formaður og varaformaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun