Barnalán vinstristjórnar Fjarðabyggðar Kristinn Þór Jónasson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun