Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 23:18 Holmes mætir í dómssal í San Jose í Kaliforníu í dag með maka sínum Billy Evans. Getty Images/Justin Sullivan Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. Holmes sem er 38 ára felldi tár í dómsal og sagðist finna til vegna allra þeirra sem hún hefði blekkt. Talið er líklegt að Holmes áfrýi niðurstöðunni. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök við meðferð málsins. Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðuna í janúar varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Sjónvarpsþættirnir The Dropout fjalla um blekkingar Holmes. Frétt BBC. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Holmes sem er 38 ára felldi tár í dómsal og sagðist finna til vegna allra þeirra sem hún hefði blekkt. Talið er líklegt að Holmes áfrýi niðurstöðunni. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök við meðferð málsins. Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðuna í janúar varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Sjónvarpsþættirnir The Dropout fjalla um blekkingar Holmes. Frétt BBC.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira