Leikskólamálin á Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:31 Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun