Er skilningur á mikilvægi réttindagæslu fatlaðs fólks? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. desember 2022 12:00 Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar