Mikið fjör á litlu jólunum á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2022 21:05 Sólheimakórinn tók að sjálfsögðu lagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var kátt á hjalla á Sólheimum í Grímsnesi í gær því þá voru litlu jólin haldin í sextugasta og fimmta sinn á vegum Lionsklúbbsins Ægis. Bjúgnakrækir mætti á svæðið og Ómar Ragnarsson skemmti íbúum staðarins. Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira