Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Una Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:30 Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun