Hvað varð um lágvaxtaskeiðið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:16 Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun