Hvað varð um lágvaxtaskeiðið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:16 Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar