Mikilvægi inngildingar innflytjenda og hlutverk nærsamfélags Nichole Leigh Mosty skrifar 9. desember 2022 08:01 Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Nichole Leigh Mosty Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun