Feminískur draumur á jólum Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2022 08:31 Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mótmælaalda í Íran Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar