Slayton-Hughes lék hina drykkfelldu og óútreiknanlegu Ethel Beavers sem starfaði sem dómritari í Pawnee. Hún kom reglulega fram í þáttunum og sló alltaf rækilega í gegn.
Slayton-Hughes fæddist árið 1930 en byrjaði ekki að leika fyrr en árið 1980 þegar hún var orðin fimmtug. Hún lék í kvikmyndum á borð við Mafia on the Bounty, Good Night and Good Luck og Shoot the Moon. Þá kom hún fram í vinsælum þáttum eins og New Girl, Brooklyn Nine-Nine og Arrested Development.
Hún hafði glímt við ýmis veikindi síðustu ár lífs síns og segir fjölskylda hennar að sársauki hennar hafi endað en að andi hennar lifi enn.