Verðbólgin heimili Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. desember 2022 08:02 Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar