„Manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2022 13:00 Náungakærleikurinn var yfir og allt um kring þegar Aðalheiður fékk hríðir og þau Adam og Hugrún sátu föst í ófærðinni á Álftanesi. Nágrannar og vegfarendur gripu í skóflurnar og komu þeim aftur af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Ungt par fékk að finna fyrir góðmennsku nágrannanna á laugardag þegar allt stefndi í að annað barn þeirra myndi fæðast í bíl þeirra, sem sat fastur á Álftanesi. Þau segja nágrannana hafa bjargað sér á ögurstundu. Aðalheiður Hreinsdóttir og Adam Erik Bauer vöknuðu á laugardag við fyrsta snjóinn á höfuðborgarsvæðinu á þessum vetri. Aðalheiður er komin tæpar fjörutíu vikur á leið og því stutt í að þeirra annað barn komi í heiminn. „Við sitjum heima og horfum á snjóinn og þetta er allt voðalega fallegt. Við vorum meira að segja búin að grínast með það að ef barnið kæmi sama dag og fyrsti snjórinn fellur yrðum við að koma nafninu Mjöll inn í,“ segir Adam og hlær. Fyrirvaraverkir með mínútu millibili Um miðjan daginn kom svo að því að þau þyrftu að fara út í snjóþungann og rokið, þrátt fyrir að hafa verið slöpp dagana á undan. Tveggja ára dóttir þeirra, Hugrún Sif, átti nefnilega að mæta í afmælisveislu. „Við fyrstu tilraun festum við bílinn. Þá held ég að stressið hafi svolítið kikkað inn. Við vitum að það er mjög stutt í að litla á að koma. Að vita að við værum föst á Álftanesi hjálpaði ekki,“ segir Adam. „Á einhverjum tímapunkti byrjaði ég að fá einhverja meiri fyrirvaraverki og við ætluðum að vera skynsöm og vera bara snemma í því að fara af stað,“ bætir Aðalheiður við. Þau hafi auk þess þurft að koma Hugrúnu Sif í pössun til ömmu og afa í Garðabæ áður en þau færu upp á spítala. Þannig að þau settust upp í bíl og keyrðu af stað. „En svo festumst við, eins og fyrr um daginn, á sama stað. Og örugglega út af stressinu byrja hríðarnar, eða fyrirvaraverkirnir, alveg á fullu með eins mínútna millibili. Þannig manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum,“ segir Aðalheiður. Stukku út, mokuðu og ýttu Þar sem þau sátu föst voru bílarnir farnir að hrannast upp á móti þeim. Einn bílstjórinn hafi þá stokkið út til að koma þeim til aðstoðar. „Ég segi náttúrulega bara: Konan mín er inni í bíl og hún er með hríðir. Hann stekkur til og segir að þessu verði að redda. Allt í einu er fullt af mönnum komnir fyrir aftan bíl að hjálpa að ýta en bíllinn spólar bara,“ segir Adam. Hann hafi á þessum tímapunkti verið á því að þau ættu bara að bakka inn í skafl og hringja á sjúkrabíl. Nágrannarnir hafi hins vegar ekki tekið það í mál. „Þegar ég lít svo við sé ég að þeir eru mættir með tvær skóflur og byrjaðir að moka allan bakkann burt. Og þeir segja við mig: Við reynum þetta, við komum ykkur áfram. Þeir gáfust ekki upp og komu okkur yfir allan þennan bakka og við náðum að keyra af stað.“ Mjallar-nafnið afskrifað á leiðinni Á tímabili hafi púlsinn hjá Adam verið kominn upp í 170 slög á mínútu út af stressinu en að lokum komust þau alla leið upp á fæðingardeild. „Eins og sést skilaði barnið sér ekki, það er enn í maganum. Þetta voru einhverjar stresshríðar eða eitthvað. En við erum mjög þakklát fyrir hvað allir voru tilbúnir að hjálpa okkur og koma okkur á leiðarenda,“ segir Aðalheiður og hlær. „Og við vorum alveg farin að afskrifa Mjallar-nafnið í bílnum á leiðinni. Það átti ekki að vera snjótengt lengur,“ segir Adam. Fegin að búa í góðu samfélagi Haldið þið að þið fáið lítið jólabarn? „Ég er búinn að halda það allan tímann. Þessi hér kom á afmælisdaginn minn,“ segir Adam og bendir á Hugrúnu Sif. „Ég held að þessar stelpur okkar velji sér stóra daga.“ Þegar mesta stressið var yfirstaðið sendi Adam út þakkarkveðju á íbúasíðu Álftaness á Facebook til nágrannanna sem höfðu komið þeim Aðalheiði til hjálpar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mér fannst ég verða að senda út þakkir af því það voru svo margir sem komu okkur til aðstoðar. Ég hugsaði bara með mér að þótt að ekkert barn hafi komið þyrfti ég að þakka fyrir alla hjálpina. Það er samt búið að rigna yfir okkur hamingjuóskum í dag,“ segir Adam. „Það er bara gott að búa í góðu sveitarfélagi þar sem er svona mikill náungakærleikur og fólk er tilbúið að hjálpa.“ Börn og uppeldi Veður Garðabær Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Aðalheiður Hreinsdóttir og Adam Erik Bauer vöknuðu á laugardag við fyrsta snjóinn á höfuðborgarsvæðinu á þessum vetri. Aðalheiður er komin tæpar fjörutíu vikur á leið og því stutt í að þeirra annað barn komi í heiminn. „Við sitjum heima og horfum á snjóinn og þetta er allt voðalega fallegt. Við vorum meira að segja búin að grínast með það að ef barnið kæmi sama dag og fyrsti snjórinn fellur yrðum við að koma nafninu Mjöll inn í,“ segir Adam og hlær. Fyrirvaraverkir með mínútu millibili Um miðjan daginn kom svo að því að þau þyrftu að fara út í snjóþungann og rokið, þrátt fyrir að hafa verið slöpp dagana á undan. Tveggja ára dóttir þeirra, Hugrún Sif, átti nefnilega að mæta í afmælisveislu. „Við fyrstu tilraun festum við bílinn. Þá held ég að stressið hafi svolítið kikkað inn. Við vitum að það er mjög stutt í að litla á að koma. Að vita að við værum föst á Álftanesi hjálpaði ekki,“ segir Adam. „Á einhverjum tímapunkti byrjaði ég að fá einhverja meiri fyrirvaraverki og við ætluðum að vera skynsöm og vera bara snemma í því að fara af stað,“ bætir Aðalheiður við. Þau hafi auk þess þurft að koma Hugrúnu Sif í pössun til ömmu og afa í Garðabæ áður en þau færu upp á spítala. Þannig að þau settust upp í bíl og keyrðu af stað. „En svo festumst við, eins og fyrr um daginn, á sama stað. Og örugglega út af stressinu byrja hríðarnar, eða fyrirvaraverkirnir, alveg á fullu með eins mínútna millibili. Þannig manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum,“ segir Aðalheiður. Stukku út, mokuðu og ýttu Þar sem þau sátu föst voru bílarnir farnir að hrannast upp á móti þeim. Einn bílstjórinn hafi þá stokkið út til að koma þeim til aðstoðar. „Ég segi náttúrulega bara: Konan mín er inni í bíl og hún er með hríðir. Hann stekkur til og segir að þessu verði að redda. Allt í einu er fullt af mönnum komnir fyrir aftan bíl að hjálpa að ýta en bíllinn spólar bara,“ segir Adam. Hann hafi á þessum tímapunkti verið á því að þau ættu bara að bakka inn í skafl og hringja á sjúkrabíl. Nágrannarnir hafi hins vegar ekki tekið það í mál. „Þegar ég lít svo við sé ég að þeir eru mættir með tvær skóflur og byrjaðir að moka allan bakkann burt. Og þeir segja við mig: Við reynum þetta, við komum ykkur áfram. Þeir gáfust ekki upp og komu okkur yfir allan þennan bakka og við náðum að keyra af stað.“ Mjallar-nafnið afskrifað á leiðinni Á tímabili hafi púlsinn hjá Adam verið kominn upp í 170 slög á mínútu út af stressinu en að lokum komust þau alla leið upp á fæðingardeild. „Eins og sést skilaði barnið sér ekki, það er enn í maganum. Þetta voru einhverjar stresshríðar eða eitthvað. En við erum mjög þakklát fyrir hvað allir voru tilbúnir að hjálpa okkur og koma okkur á leiðarenda,“ segir Aðalheiður og hlær. „Og við vorum alveg farin að afskrifa Mjallar-nafnið í bílnum á leiðinni. Það átti ekki að vera snjótengt lengur,“ segir Adam. Fegin að búa í góðu samfélagi Haldið þið að þið fáið lítið jólabarn? „Ég er búinn að halda það allan tímann. Þessi hér kom á afmælisdaginn minn,“ segir Adam og bendir á Hugrúnu Sif. „Ég held að þessar stelpur okkar velji sér stóra daga.“ Þegar mesta stressið var yfirstaðið sendi Adam út þakkarkveðju á íbúasíðu Álftaness á Facebook til nágrannanna sem höfðu komið þeim Aðalheiði til hjálpar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mér fannst ég verða að senda út þakkir af því það voru svo margir sem komu okkur til aðstoðar. Ég hugsaði bara með mér að þótt að ekkert barn hafi komið þyrfti ég að þakka fyrir alla hjálpina. Það er samt búið að rigna yfir okkur hamingjuóskum í dag,“ segir Adam. „Það er bara gott að búa í góðu sveitarfélagi þar sem er svona mikill náungakærleikur og fólk er tilbúið að hjálpa.“
Börn og uppeldi Veður Garðabær Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið