Jólin eru hátíð barnanna Helga Þóra Helgadóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun