Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 19:00 Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Vísir/Egill Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum. Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01