Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 12:47 Breki Karlsson segir að um svikastarfsemin hafi nú verið tilkynnt til lögreglu en í auglýsingar sínar stela hrapparnir myndum frá innanhússarkítektúr í Eistlandi og hótelherbergjum í Osló. vísir/vilhelm/skjáskot Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. „Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta: Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta:
Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira