Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 13:02 Silvía drottning, Estelle prinsessa, Viktoría prinsessa, Karl Filippus prins og Karl Gústaf Svíakonungur. Getty Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira