„Framsókn“ Sigurðar Inga Heimir Eyvindarson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun