Um er að ræða fjólubláan demants Attallah kross sem boðinn var upp á árlegu uppboði Sotheby's í London í gær. Kardashian tryggði sér gripinn fyrir 197 þúsund Bandaríkjadollara sem nemur um 28 milljónum íslenskra króna. Forsvarsmenn uppboðsins segja hálsmenið hafa selst á tvöfalt hærra verði en þeir höfðu gert ráð fyrir í upphafi.
„Við erum himinlifandi yfir því að gripurinn hafi öðlast nýtt líf í höndunum á annarri heimsfrægri manneskju,“ segir í tilkynningu frá Southeby's.
Díana prinsessa skartaði hálsmeninu við þó nokkur tilefni á sínum tíma. Það vakti þó mesta athygli þegar hún bar hálsmenið á góðgerðarviðburði í London árið 1987. Samkvæmt yfirlýsingu Southeby's er Díana sú eina sem hefur nokkurn tímann borið hálsmenið. Eftir andlát hennar hafi hálsmenið aldrei sést á opinberum vettvangi, fyrr en nú.
Heimildarmaður People segir Kim vera uppi með sér yfir þessari nýju viðbót við skartgripasafnið hennar. Hún er sögð safna skartgripum sem áður voru í eigu valdamikilla kvenna sem hafa veitt henni innblástur á einn eða annan hátt.
