Hvað kostar Þjóðarhöllin? Halldór Eiríksson, Reynir Sævarsson og Sigþór Sigurðsson skrifa 20. janúar 2023 13:30 Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Rekstur hins opinbera Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun