STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina! Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun